18.01.2007 02:35

Vinir í Mexíkó

Nú er dvol okkar í Mexíkó senn ad ljúka og a teim tíma sem vid hofum verid her hofum vid eignast marga góda vini.
 
Fyrsti vinur okkar er enginn annar en Papa Schuggz sem er annar eigandi samnefnds veitingahúss. Hann er vel tenntur og med netta ýstru en vid daemum hann ekki fyrir tad. Vid slysudumst inn a stadinn hans fyrsta kvoldid og sjaum vid ekki eftir tvi. Hann baedi eldar besta Mexíkóska matinn á ollu Cancun svaedinu (og er ódýrastur í thokkabót) og einnig hefur hann leidbeint okkur mikid her. Hann reddadi okkur ferd a eyju sem heitir Isla Mujeres a frabaeru verdi (heilum 10% afslaetti) og i thokkabot ta sotti hann okkur a hotelid um morguninn og keyrdi ad ferjunni. Thessi ferd var mjog skemmtileg, vid snorkludum, bordudum mexíkóst hladbord og endudum ferdina a strond a ad vera ein su flottasta í heiminum.
 
Annar vinur okkar er kofunarkennarinn okkar George (borid fram Horhei). Hann er kominn a midann aldur, kaflodinn (svipad mikid og Dabbi bara gráhaerdur) og med myndar mottu. Hann for med okkur i lokakofunina i dag og var hún svo sannarlega mognud. Vid fórum á 18 metra dýpi og er tad mun skemmtilegra en ad kafa á 7-8 metra dýpi. Stuttu eftir ad vid komum ofan í sáum vid okkar fyrsta hákarl (thetta er engin lýgi) og var tad mognud sjón. Thad sem kom okkur mest á óvart var ad hákarlinn virtist frekar vera hraeddur vid okkur en vid vid hann. Vid saum eftir thetta 3. adra hakarla (einn sofandi undir kletti), graenan ál sem lá í holunni sinni, humar og milljón adra fiska í ollum regnbogans litum.
 
 
 
 
 
   Samsonar hákarl og vid sáum.
 
 
 
 
 
 
Thridji vinur okkar er Pedro Peñen Gonzales og starfar hann á ferdaskrifstofu rétt hjá hótelinu okkar. Pedro veit ekki mikid en honum tókst thó ad selja okkur ferd til Chichen Itza sem eru staerstu Mayarústirnar í Mexíkó. Thessi ferd var alveg mognud og vel virdi 3. tíma rútuferdinni ad rústunum. Tharna voru pýramídar, hof, geimskodunarstod og leikvangur tar sem voru stundadar mannfórnir...allt mjog skemmtilegt. Eftir ad hafa skodad rústirnar fórum vid í helli sem var agjor paradís. Hann var alveg hringlóttur og 30 metra djúpur. Á botninum var svo vatn sem haegt var ad stokkva í. Vid stukkum af haesta pallinum rumu 10 metrum (hetjur).
 
Fyrir utan thessa thrja vini tha virdast allir vilja vera vinir okkar. Leigubílstjórar hreinlega hrópa "TAXI TAXI" á eftir okkur og thegar vid segjum nei tha spyrja their undir eins "you want taxi". Thad er alltaf jafn gaman. Thad eru allir starfsmenn í thjónustustorfum betlarar af guds nád og hafa komid upp ófáar vandraedalegar thagnir thegar vid viljum ekki tipsa thau. Dadi var thó rausnarlegur einn daginn thegar hann ákvad ad borga konunni sem thrífur herbergid okkar 20 peso í tips. Hún brást ekkert of vel vid og var hann mjog hissa á thví og fussadi dónaskapnum í henni, sídar komumst vid ad thví ad 20 peso eru heilar 140 krónur.
 
Thegar vid lítum til baka yfir Mexíkó thá gerum vid thad med bros á vor og brosid minnkar ekki thegar vid hugsum til thess ad vid erum ad fara til Miami á morgun og verdur thad eki sídur skemmtilegt.
 
Ég kved thví ad sinni og minni ykkur á ad vid erum búnir ad vera úti í 14 daga og adeins 114 dagar eftir. Einnig eru komnar inn fleiri myndir frá New York og Cancun.
 
Fannar
Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 252
Gestir í gær: 105
Samtals flettingar: 29330
Samtals gestir: 3806
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 00:35:12