25.01.2007 23:29
Langt ferdalag og Buenos Aires (isl. Gott Loft)
Nú erum vid komnir til Buenos Aires eftir mjog langt ferdalag. Thad ma med
sanni segja ad ferdalagid fra Miami til Buenos Aires hafi verid mjog leidinlegt
og threitandi. Vid flugum fra Miami klukkan 8 ad kvoldi til og lentum klukkan 8
naesta morgunn. Vélin var mjog trodin og sátum vid allir sitt og hvar. Ég
(Fannar), Einar og Dabbi lentum allir í midjusaeti. Ég á milli tveggja feitra,
Einar á milli tveggja andfúlla og Dabbi á milli tveggja Breta sem voru tudandi
allt flugid. Vid tremenningarnir nádum engum svefni tá nóttina á medan Dadi svaf
eins og engill alla ferdina.
Tegar vid lentum loks i Rio De Janeiro tóku vid langar radir en ad teim
loknum turftum vid ad finna flug til Buenos Aires. Sú leit byrjadi ekki vel
thar sem kerlingin í midasolunni vildi ekki selja okkur mida vegna tess ad vid
vorum ekki frá S-Ameríku. Vid bolvudum henni í hástert thví ef vid hefdum ekki
fengid ad fljúga til Buenos Aires hefdum vid thurft ad skipuleggja S-Ameríku
dvolina alveg upp á nýtt og vid fastir í Rio med enga gistingu. Vid ákvadum thvi
ad fara til annars flugfélags og thar vildi konan selja okkur flug. Vid keyptum
mida tveimur tímur fyrir flug og gekk thad frábaerlega. Svefngalsi á haesta
stigi hjá thremur okkar og var thetta mjog skemmtilegur flugvollur. Thegar vil
lentum loks í Buenos Aires var 30 tíma flugferdalagi loks lokid og vid brunudum
á naesta steikhús. Tha fyrst gerdum vid okkur grein fyrir hvad thad er ótrúlega
ódýrt í S-Ameríku.....Nautasteik, medlaeti og bjór á heilar 650 kr.
Fyrsti dagurinn okkar var mjog heitur og sveittur og gengum vid um midbae
Buenos Aires endilangan. Kíktum einnig í kirkjugard thar sem stórstjarnan Evíta
er grafin ásamt ollum merkustu Argentínumonnum sídustu alda (konnudumst ekki vid
neinn nema Evítu). Ég lenti heldur betur í aevintýri tegar vid vorum á rabbi um
baeinn. Á einu torginu var galdramadur sem vakti athygli okkar. Vid stódum tarna
og fylgdumst med thegar hann reif í mig og dróg mig inn í hringinn. Thar gerdi
hann greinilega grín ad mér á Argentísku og hlógu allir vidstaddir ad mér. Allt
í einu byrjadi hann ad rífa af mér bolinn og ádur en ég vissi stód ég ber ad
ofan og gerdi mér ekki grein fyrir ad ég var med aulalega mittistosku fyrr en
fólk fór ad benda og hlaeja. Ég reif hana af mér eins og ódur madur og fleigdi
til strákanna. Nú beid ég eftir galdrabragdinu med bolinn en hann henti mér
aftur inn til áhorfendanna og gerdi grín ad bolnum mínum. Korteri seinna gerdi
hann eitthvad aulalegt galdrabragd med sígarettur og tad eina sem ég uppskar var
nidurlaeging og sígarettulykt í bolnum mínum.
Fyrir utan thetta tá erum vid bara búnir ad vera ráfa um og njóta
mengunarinnar. Borgin er mjog evrópsk í útliti og menningu en mikil mengun setur
sitt strik í reikninginn. Vid eigum pantadan Tangotíma á morgun og munu myndir
fylgja med.
Ég kved ad sinni og lofa ad thad verdi ekki langt í naestu faerslu.
Fannar
Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 252
Gestir í gær: 105
Samtals flettingar: 29313
Samtals gestir: 3800
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 00:10:44