31.01.2007 04:26
Kvedjustund i BA
Kvedjustund í Buenos Aires ( Ísl. Stundarkvedja í Gódu lofti )
Nú er dvol okkar hér í BA ad ljúka. Eftir nokkra stund eda ca 2 tíma, holdum vid á leid frá Hostelinu okkar og nidur á rútustodina Retiro, thar sem tekur vid 5 tíma rútuferd til Rosario, sem er borg nordur-austur af BA.
Thad má segja ad vid hofum notid tíman hér í BA til fullnustu, farid í oll merkilegstu hverfin og stadi, bordad steikur í flest oll mál og horft á tangó og sídast en ekki síst, dansad tangó.
Hér hefur verid mjog heitt, her eru engar sundlaugar né strendur thannig ad vid hofum svitnad vel og mikid, Einar thar kannski hvad mest, thar sem i tvo skipti hefur fidrildi komid og tekid sér bólfestu á bolnum hans, Einari til mikillar ánaegju. Vid endudum meira segja ad kaupa viftu í herbergid okkar en herbergid er lítil kompa med glugga fram á gang og engri loftraestingu, medalhitinn thar kringum 35 grádur thegar slokkt er á viftunni en hitinn fer alveg nidur í 30 grádur thegar kveikt er á henni.
Enn og aftur sannadist thad ad dessi heimur er minni en madur heldur, thegar 3 íslendingar tékkudu sig hér inn í gaer.
I gaer forum vid svo á hinn fullkomna stad, eda allavega hinn fullkomna stad fyrir mikla matmenn, en vid borgudum ca 800 kadl og gátum bordad eins mikid af steikum, ollum staerdum og gerdum, medlaeti, eftiréttur og vínflaska á mann. Eins og gódur draumur. Einnig rákumst vid thar á adra ferdalanga og fórum vid svo eftir thad med theim á írskan pub og fengum orlítid af oli.
Dagurinn i dag einkenndist svolítid af íthróttum, vid horfdum á Ísland - Danmork í gegnum webcam á MSN, svolítid sérstakt, misstum reyndar af framlenginunni thví vid thurftum endilega ad fara á fótboltaleik:) Thad var svakaleg stemning, leikurinn endadi 3-0 fyrir okkar lidi, og sungu áhorfendur stanslaust sem voru í kringum 30 thúsund frá fyrstu mínútu til theirrar sídustu eda naest sídustu. Madur vorkenndi svolítid studningsmonnum hins lidsins, sem voru frá Uruguay en Argentínu menn eru mjog thodernissinnadir og fengu Uruguay menn sem fáir voru ad finna fyrir thví í songvum og bendingum.
Annad aevintýri sem vid félagarnir lentum í var orlítid glaepsamlegt. Thannig er mál med vexti ad á veitingastad nokkrum sem vid snaeddum á neitadi afgreidslufólkid ad taka vid sedli frá Dabba vegna thess ad hann var falsadur. Vid bolvudum thessu ad sjalfsogdu og hirtum sedilinn, med thad í huga ad nota hann fyrr eda sídar. Thegar vid skodudum sedilinn nánar var greinilegt ad hann var falsadur enda úr allt odrum pappír.
Okkur líkar vel vid hér og kvedjum Buenos Aires med soknudi. Fyrir trjááhuga menn er BA nokkud athyglisverd, en thad er kannski ekki mikid af theim, en thegar madur rekst á thau, thá eru tréin mjog stór og mikil.
Svo vid minnumst rétt á planid naestu daga, thá forum vid nú til Rosario, og thadan líklega til Igazu og svo yfir til Brazi, dagsetningar óákvednar.
Látum thetta naegja,
Hasta la vista,
dadi
Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 252
Gestir í gær: 105
Samtals flettingar: 29313
Samtals gestir: 3800
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 00:10:44