07.02.2007 04:57

Rosario - Mercedez - Iguazu

Sael ollsomul!
 
Nú hefur lidid dágódur tími frá sídustu faerslu og hefur ýmislegt gerst á theim tíma, s.s. 12 tíma rútuferd, vid gefid eiginhandaráritanir og einhver brandarakarl skrifad á heimasíduna okkar undir nafnidu Xavi Rodriguez. En eigum vid ekki ad byrja á byrjuninni.
 
Vid komum til Rosario á midvikudagsmorgunn. Rosario er lítil alheimsborg í 400km fjarlaegd frá Buenos Aires. Tharna taka allir lífinu med ró og ganga stoltir um baeinn sokum thess ad Argentínufáninn var hannadur tharna fyrir langa langa longu. Í tilefni thess hafa their reist risastóran minnisvarda og hengt Argentíska fánann útum allan bae. Thessi baer er ekki sídur merkilegur fyrir ad vera med strond vid eina brúnustu á í Argentínu sem svipar til Bláa lónsins thegar madur fer út í, eini munurinn er ad tharna sér madur ekki lappirnar á sér fyrir drullu. Tharna skemmtum vid okkur mjog vel og vorum á skemmtilegu hosteli. Á fimmtudeginum fórum vid í fótboltamót vid annad hostel, eftir sigurinn voru sverdin slídrud og allir fognudu med yndislegri Argentískri nautasteik. Enn og aftur tókst okkur ad sigra líkurnar thegar vid rákumst á Íslendig á roltinu í Rosario, thad sem gerir thetta enn merkilegra er ad hann var med okkur í skóla í Verzló. Skemmtileg stadreind thad.
 
Thegar vid fórum frá Rosario héldum vid til baejarins Mercedez (jebb, alveg eins og bíllinn) sem vid vissum lítid sem ekkert um. Starfsfólkid á hostelinu okkar maelti med ad vid faerum thangad til ad komast í einhvern regnskóg. Eftir 12 tíma í rútu komum vid loks á áfangastad. Tharna vorum vid komnir í eldgamlan Argentískan bae thar sem vid vorum eina hvíta fólkid á svaedinu og voktum thví mikila athygli í thessum litla bae. Dagurinn var einn sá heitasti sem vid hefum upplifad í ferdinni til thessa og stukkum vid af kaeti thegar vid komumst ad thví ad thad vaeri sundlaug í baenum. Eftir thónokkrar stungur nádi einn midaldra innfaeddur ad mana sig upp í og tala vid okkur. Hann byrjadi á ad spyrja okkur hvort vid vaerum skákaddáendur og sídan varpadi hann stóru spurningunni á okkur. Hann var alveg handviss um ad Einar vaeri atvinnu Polo spilari en eftir ad hafa leidrétt hann hélt hann bara áfram ad tala um skák.
 
Sídar um daginn er vid sátum vid mat kom fylking af smástelpum og bádu okkur um eiginhandaráritanir. Vid spiludum ad sjálfsogdu med og skrifudum nofn eins og Bubbi Morthens og David Copperfield, sem eru heimsfraegir polospilarar. Fólkid í thessum litla bae er mjog vinalegt og var okkur meira ad segja bodid í afmaeli. Vid thurftum thó ad láta okkur hverfa snemma enda stór dagur eftir thad.
 
Vid vorum sóttir klukkan 6:30 naesta morgun og ferdinni var heitid í thódgard í smá fjarlaegd. Núna lentum vid í fyrstu rigningunni í háa herrans tíd á thessu svaedi og var thad engin smá rigning. Vid skelltum okkur í bátsferd um vatnid og sáum mikid villt dýralíf. Krókódíla (urdum vitni ad einum veida sér mat), dádýr, endalausar tegundir af fuglum og eitthvad skrítid dýr. Eftir bátsferdina fórum vid í reidtúr sem var skemmtilegur fyrir utan thad hvad hestarnir voru latir. Eftir allt actionid vorum vid ordnir daudthreyttir og hlokkudum til ad komast til Iguazu fossa, en vid vorum ekki svo heppnir. Út af allri rigningunni hafdi moldarvegurinn breist í ledjuveg og vorum vid 2 tíma ad keyra 50 km vegalengd, thá voru ekki eftir nema 150 km.
 
Vid komum til Iguazu ad hádegi í gaer en nádum ekkert ad skoda fossana thann dag. Thá notudum vid daginn til ad vera í sundi og spila blak. Í dag skodudum vid fossana og fórum í siglingu ad theim. Fossarnir eru rosalega stórir og flottir og eru stadsettir í midjum frumskógi. Tharna er mikid dýralíf og sáum vid mikid af thví...snák, apa, risafidrildi og fullt af skrítnum dýrum.
 
Á morgun erum vid ad fara til Brasilíu og er ferdinni heitid til eyju sem ber nafnid Ilha do Mel og á víst ad vera mjog flott. Ég geri mér grein fyrir ad thessi faersla er í lengri kantinum en thad gerist thegar madur er ekki nógu duglegur ad blogga. Ég kved ad sinni og myndir og video munu koma á netid thegar vid komust í betri tolvur.
 
Fannar
Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 252
Gestir í gær: 105
Samtals flettingar: 29330
Samtals gestir: 3806
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 00:35:12