26.02.2007 19:04

Rio de Janeiro

Agaetu landar naer og fjaer!

Nu er eg staddur i hinni fogru borg Rio de Janeiro. Her hofum vid verid busettir med 4. íslendingum sídastlidnar 10 naetur. Lífid hefur leikid vid okkur og hofum vid gert nanast allt sem haegt er ad gera i Rio. Vid hofum farid dag hvern a strondina sem er ein su besta her i Brasilíu. A strondinni eru idulega hátt i milljón manns og virdist folkid sem maurar thegar horft er ur fjarska. Vid erum búnir ad fullkomna listina ad body surfa i thessum risa oldum og hafa sumir fengid ad kenna a thvi sem urdu i vegi okkar.

Eitt af thvi fyrsta sem vid skodudum var Jesu styttan fraega. Hun var mjog flott en i samanburdi vid utsynid yfir Rio var hun naestum thví jafn flott og styttan af Ingólfi Arnarssyni sem allir Íslendingar eru stoltir af. Vid vorum allir sammála um ad thetta var flottasta útsýni sem vid hofdum nokkru sinni sed og er Rio ábyggilega fallegasta borg í heimi séd ofan frá. 

Stuttu seinna ákvádum vid ad fara í svifdrekaflug yfir Rio og vorum mjog spenntir fyrir. Thegar vid komum upp a fjallstoppinn blasti vid okkur 530m hátt fall og vaeri eg ad ljuga ef eg segdi ad vid hefdum ekki ordid pinu hraeddir. En thad var ad duga eda drepast og letum vid ad sjálfsogdu vada. Tharna var flottasta útsýni hingad til baett og vorum vid allir sammála um ad thetta vaeri hin mesta skemmtun.

Í gaer skelltum vid okkur i ferd um Favelu sem er fátaekrahverfi hér i Rio. Thetta er eitt af morgun hverfum og í thví búa 200.000 manns thrátt fyrir ad thad virki ekki staerra en grafarvogurinn. Thegar vid komum tha blasti vid okkur gaurar med skambyssur i buxnastrengnum  og sumir gengu um med vélbyssur. Hér er engin logga heldur halda glaepagengin logum og reglum. Thad var magnad ad sja thetta og kom okkur hvad mest a ovart var hvad allir voru gladir og hofdu gaman af lífinu.

Punkturinn yfir i-id var thegar vid skelltum okkur a fotboltaleik á thjódarleikvangi Brasilíu, Maracanã. Vid vissum óskop lítid hvar vid áttum ad sitja thannig vid tilltum okkur nidur a stad sem virtist vera rolegur og oruggur. Sídan rétt fyrir leikinn kom hlaupandi til okkar hópur af fótboltabullum sem plontudu sér beint fyrir ofan okkur og sungu og donsudu eins og trylltir stridsmenn fra svortustu afríku. Vid saum tha ekkert annad í stodunni en ad syngja og dansa med enda allir i grídarlegu studi. Ekki minnkadi stemningin thegar okkar menn skorudu og fóru inn í seinni hálfleikinn med eins marks forskot. Eitthvad minnkadi keppnisandinn hjá theim i seinni hálfleik og ádur en vid vissum af vorum vid komnir 2-1 undir. Thá var farid ad sjoda í bullunum og vid ákvádum ad yfirgefa svaedid rétt fyrir leikslok.

Thad má audvitad ekki gleima ad skrifa um kjotkvedjuhátidina sem var adal daemid hér i Rio. Vid fórum a risa skrúdgongu um 11 leitid og ádur en vid vissum af var klukkan farin ad ganga 5. Tíminn flaug heldur betur og var thetta án efa besta djammid hingad til. Vid kíktum líka á eitt torg thar sem einhver hljómsveit var ad spila og minnti thad óneitanlega mikid á íslenska útihátíd nema hvad thad voru miklu miklu fleiri.

Vid forum frá Rio sáttir med upplifun okkar og holdum spenntir af stad til Santiago, Chile.

Thangad til naest,

Fannar

Hér má sjá video af einhverjum sem fór i svifdrekaflug á sama stad og vid.
http://www.youtube.com/watch?v=AtuYkr8ZDfs

og hér má sjá okkur stokkva i helli í mexíkó
http://www.youtube.com/watch?v=BAEVsKmb-d8
Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 29063
Samtals gestir: 3692
Tölur uppfærðar: 8.5.2025 21:40:05