21.03.2007 10:36
Nyja Sjaland - Part 2
Afram holdum vid.
Thegar vid hofdum lokid vid dvol okkar i hinum merka bae Rotura logdum vid af stad til Napier. Su ferd einkenndist af fallegu landslagi, bokalestri og hver er madurinn. Nokkrum timum seinna vorum vid komnir. I Napier var mjog Islenskt sumarvedur, skyad og rigning inn a milli, hitinn i kringum 15 gradur. Vid fylltumst allir af leti og gerdum ekki neitt thann eftirmiddag, thad merkasta sem vid gerdum var myndasyrpa sem tekin var a Starbucks sem kemur a netid von bradar. Vid eldudum um kvoldid hid finasta spagetti bolones og bokudum Betty Crokker muffins i eftirrett. Vid heldum chillinu afram og sofnudum frekar snemma enda stor dagur framundan. Vid byrjudum daginn a ad horfa a stormyndina Paparazzi sem var hin finasta skemmtun, en otrulegt en satt var thad ekki adal vidburdurinn thann dag. Napier svaedid er thekkt fyrir ad vera med fullt af vinekrum og bjoda upp a okeypis vinsmokkun, eitthvad sem vid gatum ekki latid fara fram hja okkur. I tvo tima kembdum vid vinekrurnar og smokkudum um 30 raudvin sem urdu betri med hverjum sopa. Tharna komum vid fram fyrir hond raudvinsklubbsins Gullveigar sem hefur farid sigurfor um landid. Thegar vinnu okkar lauk keyrdum vid til Taupo.
Vid gistum i tvaer naetur i Taupo enda margt sem vid aetludum ad gera. Taupo er thekkt fyrir ad vera med hin ymsu skemmtileg stokk, tha er eg ad tala um teyju og fallhlifar. Thad var ekki haegt ad fara i fallhlifarstokk sokum thess hve skyad var, eitthvad sem vid redum ekki vid. Einar akvad ad skella ser i teyjustokk ofan i gljufur af 47m haum palli, hann var afar hugrakkur ad gera thetta og mun video kom inn a netid von bradar, hann faer einnig hros fyrir ad thad heirdist ekki mukk i honum allt stokkid. Vid letum thetta ekki naegja okkur og skelltum okkur i tennis og syndum thar snilldar takta sem hafa ekki sest sidan a sidasta Wimbelton moti, thad munu einnig fylgja myndir af thvi innan skams. Eftir oll aevintyrin okkar thurftum vid ad fara aftur til Auckland og gista eina nott adur en vid faerum til Astraliu.
Thegar vid komum til Auckland var St. Patricks Day og rosa veisla a ollum Irskum borum. Vid letum thetta audvitad ekki fram hja okkur fara og tokum thatt i thessari Irsku veislu. Vid drukkum heilagan Patrek eitthvad fram a nott og skemmtum okkur konunglega. Vid gatum ekki verid of lengi ad enda flug morguninn eftir. Daginn eftir voknudum vid hressari en nokkru sinni fyrr og vid tok agaetis flug. Thad sem var hvad skemmtilegast/leidinlegast vid flugid var thegar vid lentum i Sydney. Thad er nu thannig ad thegar madur kemur ur flugi tekur madur upp sima og hringir jafnvel eitt eda tvo simtol. Thad er eitthvad illa lidid i Sydney og fekk einn ferdalangur ad finna fyrir thvi. A medan hann stod i vegabrefsaritunar-rodinni (flott ord), talandi i simann, kom vordur upp ad honum og sagdi ad thad vaeri bannad ad tala i simann og benti a litid skilti til ad sanna sitt mal. Thad sem stod lika a thessu skilti var ad sektin vid ad tala i simann var 1000 dollarar (55.000 isk) og spurdi hann strax hvort hann vildi greida med korti enda sedlum. Greyid karlinn gat ekkert gert og neyddist til ad skrifa avisun a stadnum. Thetta kennir okkur ad leita ad ollum litlum skiltum thegar vid forum a flugvelli!
Thad verdur ekki meira ad sinni, verid thid sael.
Fannar
Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 29063
Samtals gestir: 3692
Tölur uppfærðar: 8.5.2025 21:40:05