27.04.2007 06:04
Tæland
Thailand var naesti stadurinn. Her tok Kongurinn sjalfur a moti okkur en skilti af honum voru utum allan flugvoll thar sem stod: Kongurinn lengi lifi. Og thetta voru ekki einu skiltinn. A leidinni ad gistihusi okkar i Bankok voru thessi risastoru auglysingar af Konginum og thokktu sumar myndirnar heilu hahysin. Vid vorum audvitad bunir ad heyra af gaurnum sem var stungid 10 ara fangelsi fyrir ad taka nidur plakat af honum, svo vid akvadum i sameiningu ad vera ekkert ad gera slikt hid sama tho ad okkur langadi gridarlega mikid i eina myndina af honum, enda thraelmyndarlegur midad vid aldur.
Bankok er allt odruvisi en flest allar storborgir sem vid hofdum hingad til farid i. Her er umferdateppa nanast allstadar, borgin mjog skitug og ganga loggur med grimu fyrir munninn vegna mengunnar, nuddstofur og matar bullur a 10 metra fresti (maltid 200 kall, klukkutima nudd 500 kall, ekki slaemt), lestir sem thjota fyrir ofan adallgoturnar og audvitad endalaust af thaelendingum. Vid gatum ekki annad en ordid astfangnir af borginni. Fyrstu dagarnar foru svo i ad skipuleggja komandi ferd um Thailand og ferdast um borgina. Kikt var medal annars a markad sem kalladur er "Pabbi allra markada". Tharna eru 1500 budir og kikja tharna vid 200.000 manns hverja helgi. Madur veit bokstafslega varla hvort thad er dagur eda nott thegar madur er a markadnum en vid gengum med ur til ad vera oruggir enda klarir menn her a ferd.
Eftir 3 daga i Bankok lá leið okkar niður til Sudur-Tælands og til eyja sem eru a austurstrondinni. Vid byrjudum a eyju sem heitir Koh Tao sem vid holdum ad þýði Eyja daudans þó við höfum enga hugmynd um það. Þarna eyddum vid næstu 3 dögum sem voru mjög góðir. Þarna unnum við i þvi ad nái meiri lit a húðina okkar eða "wörka tanið" eins og ungt folk tekur oft til orða, vid köfuðum og fórum alveg niður á 25 metra og sáum m.a. hákarl og risastoran tánfisk, vid leigðum okkur vespur og keyrðum um eyjuna, skelltum okkur öðru hverju i nudd, fórum a filsbak og tókum á med þvi ad fara i muh thai sem er fyrir þá sem ekki vita, Tælensk bardagaiþrótt. Hapunkturinn var þegar vid horfdum a stormyndina Shooter a einum veitingastaðnum sem var greinilega beint ur kvikmyndasalnum en Tælendingar hika ekki vid ad skella ólölegum myndum varpann til þess ad fá fólk ad borða hjá sér.
Næst beið okkar eyjan Koh Phangan. Þarna eru alltaf haldin hin frægu full moon party þar sem kringum 10.000 manns eru saman komin og því vissum við ad hér gætum vid skemmt okkur. Við vorum reyndar óheppnir ad missa af full-moon partyinu og svo hittum vid ekki heldur a half-moon og dark-moon partyin en við hittum akkurat a nytt ar i thailandi. Árið 2550 gekk i gard og var því ekki fagnað med flugeldum heldur breyttist oll eyjan i risastoran vatnsslag, og þvi skvettu allir a alla og þeir sem ekki voru blautir máttu búast við ad fá vatnsfotu a sig eða hreinlega hent ut i sjóinn. Dvolin a eyjunni var því med þeirri betri og vildum vid allir hafa verid lengur tharna. En ferðin hélt áfram og það yfir a vestur strondina.
Ein onnur eyjan bættist við og var þad Koh Pi Pi i thetta skiptið en hun er þekktust fyrir thad ad kvikmyndin The Beach var tekinn upp thar. Vid ákváðum að skella okkur a frægu ströndina. Lónið þar sem myndin var tekin upp á var mjög flott (þá meinum vid var), svæðið var mengað af túrisma en engu síður var gaman að sjá þetta. Vid ákváðum einnig að fara i klettastökk einn daginn og stukkum mest af 20 metra kletti niður i sjoinn, þratt fyrir ad gaurinn sem var med okkur sagi að vid gætum brotið einhver rifbein eda jafnvel nefið.
Eftir stökk og slökun fórum við aftur til Bankok. Vegna lágs verðlags misstum vid okkur svolitid kaupgleði og hlupum um eins og litlar stelpur um markaðina og keyptum og keyptum og keyptum og einhverjir letu sérsauma a sig jakkaföt. Útkoman var allavega sú að allir enduðu med ad kaupa ser aukatösku, annað kom ekki til greina.
Dvölin i Tælandi var a enda og vorum vid sammála um ad hingað ættum vid eftir ad koma aftur og med mun stærri tösku. Nú erum við staddir i Hong Kong og reynum vid ad rita um það örlítið seinna.
Verði sæl að sinni.
Heimsreisumennirnir
Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 29063
Samtals gestir: 3692
Tölur uppfærðar: 8.5.2025 21:40:05