09.05.2007 07:59
Dubai
Næsti áfangastaður var Dubai og höfðum við hlakkað mikið til að koma þangað og sjá alla geðveikina sem er í gangi þar. En áður en við komum til Dubai þurftum við að eiða heilum degi í Oman. Þú ert eflaust að hugsa: Oman, hvað í fjandanum er það? Við getum svarað þeirri spurningu. Omar er lítið land rétt hjá Dubai. Þar eyddum við heilum degi í höfuðborginni Muscat og skemmtum okkur konunglega. Það sem gerir Oman enn meira spennandi er að við fengum allir eitt stykki matareitrun og er það alltaf ævintýri.
Þannig að fyrstu tvo dagana okkar í Dubai vorum við rúmliggjandi á milli þess sem borðuðum uppáhalds matinn okkar...banana og hrísgrjón. Matareitrunin fjaraði þó af í tíma fyrir síðdegis teið okkar á flottasta hóteli í heimi Bujr Al Arab, allavega hjá flestum okkar. Hótelið var ótrúlega flott og mikið lagt upp úr að hafa allt sem flottast. Testofan sem við drukkum teið í var í 200m hæð og blasti við okkur ótrúlegt útsýni yfir borgina og pálmatréð sem þeir eru að byggja við hliðina á hóelinu. Teið og kökurnar voru algjört lostæti og borðuðum við eins mikið og við gátum enda fegnir að fá eitthvað annað en banana og hrísgrjón. Á meðan við sátum þarna og meltuðum matinn okkar kom ein þjónustustúlka upp að okkur og spurði hvort við værum í stórsveitinni Westlife en við leiðréttum hana því við erum komnir með nóg af að gefa áritanir og láta ókunnugt fólk taka mynd af sér með okkur.
Það er ekki mikið hægt að segja frá Dubai enda gerðum við ekki neitt þar. Við fórum næsta dag til Cairo og erum þar núna. Það styttist í heimkomu og munum við henda inn færslu frá Cairo síðar.
Kveðjur frá Cairo,
Westlife
Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 29063
Samtals gestir: 3692
Tölur uppfærðar: 8.5.2025 21:40:05