Ferðin
0. Reykjavík - London 04.01.07
Leggjum af stað frá Íslandi
1. New York, USA - 05.01.07
Við fljúgum til New York frá London. Planið er að skoða það helsta enda stoppum við stutt.
2. Cancun, Mexico - 08.01.07
Við stoppum í 10 daga í Cancun. Við munum byrja á því að læra að kafa og PADI köfunarréttindi sem munu koma okkur að notum seinna í ferðinni. Einnig munum við skoða maya rústir, liggja á ströndinni og hugsanlega munum við skreppa til Kúbu.
3. Miami, USA - 18.01.07
Upprunalega áttu við bara að millilenda í New York en vegna þeirra erfileika að pússla öllum flugunum saman, munum við enda þarna í 5 daga. Sem betur fer hittir svo á að við munum akkúrat vera yfir helgi sem er ekki verra. Einn af okkur vill fara í háskólann á svæðinu og gera allt vitlaust.
4. Rio De Janeiro, Brazil - 23.01.07
Við mundum lenda í Rio í Braselíu 23. janúar. Daginn eftir munum við leggja af stað með rútu til Buenas Aires sem mun taka u.þ.b. 7-10 daga. Þá munum við stoppa þar. Við munum taka ákvörðun á staðnum hvernig við munum koma okkur til baka til Rio þar sem við eigum pantaða íbúð þar á besta stað í bænum yfir kjötkveðjuhátíðina. Alls munu 8 íslendingar vera í þessari íbúð þar sem Halli, Anna, Jón og Lísa munu vera með okkur þar.
5. Santiago, Chile - 25.02.07
Enginn af okkur hefði neina ástæðu eða sérstakan áhuga á að fara til Santiago sem er í Chile en vegna flugleiðar okkar þurfum við að stoppa þarna, þannig að við tökum stutt 3 daga stopp þarna.
6. Easter Islands, Chile - 28.02.07
Helvítiss.... einn mongólit hérna vildi stoppa þarna. Það eru víst e-r svakalegir steinhausar þarna sem e-r apar í g-strengjum skildi eftir sig árið sautjánhundruð og súrkál. Þessi eyja er mest remote eyja í heiminum þannig að við erum fastir þarna í 5 daga með öllum 1.000 íbúum hennar.
7. Tahiti, French Polynesia - 04.03.07
Hrein afslöppun. Þetta verður þungt á budduna en þarna munum við pústa af og gefa hákörlum að éta.
8. Auckland, New Zealand - 09.03.07
Við lendum í Auckland og en förum fljótlega þaðan hringinn í kringum suðureyjuna. Við tökum bílaleigubíl.
9. Sydney, Australia - 18.03.07
Í Ástralíu munum við fara upp með allri austurströndinn. Við munum fara alla leið upp að "Great Barrier Reef" sem er stærsta kóralrif í heimi. Þar munum við kafa. Ef við lifum af alla hákarlana, baneitruðu marglitturnar eða slöngurnar munum við fara aftur til Sydney to að ná fluginu.
10. Singapore, Singapore - 02.04.07
Hef ekki hugmynd hvað í anus við gerum þarna. Þarna er víst einn besti dýragarður í heimi og svo er þetta lögregluríki þannig að við skítum örugglega á okkur og fáum 50 ára fangelsi fyrir Jaywalking
11. Bangkok, Thailand - 08.04.07
Lendum í Bangkok en förum fljótlega suður að chilla og kafa á öllum eyjurnum þarna. Munum fara og skoða Phuket og Koh Samui (The Beach)
12. Hong Kong, China - 22.04.07
Víst voða skemmtileg borg. Mætti segja að þetta væri pittstopp.
13. New Delhi, India - 28.04.07
Sá staður sem mér líst hvað verst á. Allir læknar sem ég hef tala við segja að það sé ekki spurning og hvort heldur hvenær við verðum veikir þarna. 40% af öllu innsigluðu vatni er snarmengað og svo er ég líka hræddur við þennan apafaraldur sem gengur þarna.
Planið er að skoða Taj Mahal og drulla sér síðan í burtu en þó ekki í bókstaflegri merkingu þótt það endi líklega svoleiðis.
14. Muscat, Oman 02.05.07
Upphaflega áttum við að millilenda í Muscat en flugið breyttist og við munum vera þar frá kl 8 um morguninn og til 22 um kvöldið. Hef bara aldrei heyrt um þetta land áður og vona að það sé ekki vegna þess að allir sem fara þangað snúa ekki aftur.
15. Dubai, UAE - 02.05.07
Þarna munun við skrifa undir nokkra samninga og verða billar. Nei, við ætlum að sjá allar þessi geðveiki sem er í gangi þarna. Innanhússkíðahallir, stærsta moll í heimi, eina 7 stjörnu hótel í heiminum, manngerðar eyjur ofl.
16. Cairo, Egypt - 06.05.07
Pýramíðarnir eru víst ofmetnir en við fáum að dæma um það. Við áætlum að gista á flottu hóteli þarna en það er víst í ódýrari kantinum.
17. London - Reykjavík, 11.05.07
Loksins komnir heim og mun það örugglega verða bara helvíti fínt.
Dagssetningar miðast við komudag.