21.05.2007 13:35

Cairo

Cairo

Lokastaðurinn var Cairo í Egyptalandi og vorum við spenntir fyrir
honum og eins spenntir fyrir því að koma heim. Við tókum því lífinu
með ró, við tókum líka eftir því að Cairo var risastór, þarna búa víst
í borginni í kringum 20 milljónir. Við tókum fyrsta daginn rólega og
slöppuðum af og rétt svo litum um miðbæinn þar sem við vorum einmitt
staðsettir.

Upphafleg ætluðum við til Cairo útaf Pýramídunum frægu og því fórum
við auðvitað að skoða þá. Við tókum því næsta dag í að fara þangað.
Bílstjórinn Farrahk fór með okkur þangað en við settum smá
spurningarmerki við hann þar sem eiginlega eina sem koma upp úr honum
voru orðin "really" og "Oh my God" og svo þess á milli söng hann "I'm
waiting for the postman to bring me the post" sem var ofarlega í
huganum á honum. Farrahk var samt hinn besti bílstjóri og komst í
gegnum umferðina með mikilli snilld, sérstaklega þar sem ekkert í
mælaborðinu virkaði, ekki einu sinni bensínmælirinn. Hvernig hann
fattaði hvenær ætti að setja bensín á bílinn er því smá pæling. En
bíllinn virkaði og pýramídanir blöstu að lokum við okkur og var
merkilegt að sjá þá. Við gengum um pýramídana og fórum einnig inn í
einn, en þá fer maður inn í svaka þröng göng sem ná fyrst svolítið
niður í jörðu og svo leita þau aftur upp í eins konar grafhús. Það sem
eftir var dags skoðuðum við svo annan pýramída og rústir lengra í
burtu og var þetta allt mjög gaman að sjá en við vorum þreyttir að
lokum enda mikill hiti og sól og sandur allt í kring. Við komumst að
því reyndar þegar við settumst niður að borða á einum stað á leiðinni
að við hefðum getað keypt lítið ljón fyrir aðeins 300 þús. kr. en við
ákváðum með að geyma það þangað til síðar.

Næstu daga tókum við í að rölta um borgina og fara á einn elsta markað
sem um er getið en hann er frá 13. öld. Svo fórum við líka á The
Egyptian Museum sem er risastórt gamalt safn með endalaust af hinum og
þessum munum, allt frá eldgömlum papýrus og múmíum til stórra stytta
og gull kistna.

Eftir að hafa sogið í okkur menningu Egyptalands var lítið eftir að
dvöl okkar og fóru í raun síðustu tveir dagar okkar í að bíða bara
eftir heimkomu og pakka niður í síðasta sinn, enn erfiðara var að
pakka niður með hverjum áfangastaðnum, alltaf virtist eitthvað vilja
bætast í töskuna.

En tíminn leið og komið var að lokum. Farrahk skutlaði okkur á
flugvöllinn og kvöddum við Egyptaland og um leið lokastaðinn okkar.
Flugum við svo rakleiðis til Heathrow í London. Bretar eru með harðar
öryggisreglur og fastir á því að aðeins sé tekinn ein taska í gegnum
chekkið hjá þeim. Það var til þess að Daði og Fannar þurftu að bregða
sér á snyrtinguna og klæða sig í sérsniðnu jakkafötin sem við höfðum
ferðast með frá því í Tælandi. Því er ekki annað hægt að segja en
farið var vel til fara í gegnum tollinn í London.

Við tók svo 9 tíma bið á flugvellinum. En tíminn flaug einhvert og
áður en við vissum vorum við um borð hjá Icelandair, umkringdir
íslendingum og flugfreyjum sem töluðu íslensku. Og hinn íslenski
flugvélamatur fór vel í magann hjá okkur piltunum.

Lentum við svo um miðnætti á föstudegi. Við vorum snöggir í gegnum
fríhöfnina, tókum töskuna okkar af færibandinu í síðasta skipti. Eftir
það þökkuðum við hvorum öðrum fyrir ferðina og löbbuðum í gegnum
íslenska tollinn þar sem kunnugleg andlit tóku á móti okkur.

Þannig að eftir 4 mánuði og 15 lönd á leiðinni um heiminn vorum við
meira en sáttir, urðum veraldarvanir og uppskárum fínan brúnan lit.

Þetta er því búið hjá okkur og er þetta eiginlega lokafærslan. Við
bætum þó líklega einni færstu við seinna og setjum kannski inn fáeinar
myndir.

Bestu kveðjur,
Heimsreisu mennirnir

09.05.2007 07:59

Dubai

Næsti áfangastaður var Dubai og höfðum við hlakkað mikið til að koma þangað og sjá alla geðveikina sem er í gangi þar. En áður en við komum til Dubai þurftum við að eiða heilum degi í Oman. Þú ert eflaust að hugsa: Oman, hvað í fjandanum er það? Við getum svarað þeirri spurningu. Omar er lítið land rétt hjá Dubai. Þar eyddum við heilum degi í höfuðborginni Muscat og skemmtum okkur konunglega. Það sem gerir Oman enn meira spennandi er að við fengum allir eitt stykki matareitrun og er það alltaf ævintýri.

Þannig að fyrstu tvo dagana okkar í Dubai vorum við rúmliggjandi á milli þess sem borðuðum uppáhalds matinn okkar...banana og hrísgrjón. Matareitrunin fjaraði þó af í tíma fyrir síðdegis teið okkar á flottasta hóteli í heimi Bujr Al Arab, allavega hjá flestum okkar. Hótelið var ótrúlega flott og mikið lagt upp úr að hafa allt sem flottast. Testofan sem við drukkum teið í var í 200m hæð og blasti við okkur ótrúlegt útsýni yfir borgina og pálmatréð sem þeir eru að byggja við hliðina á hóelinu. Teið og kökurnar voru algjört lostæti og borðuðum við eins mikið og við gátum enda fegnir að fá eitthvað annað en banana og hrísgrjón. Á meðan við sátum þarna og meltuðum matinn okkar kom ein þjónustustúlka upp að okkur og spurði hvort við værum í stórsveitinni Westlife en við leiðréttum hana því við erum komnir með nóg af að gefa áritanir og láta ókunnugt fólk taka mynd af sér með okkur.

Það er ekki mikið hægt að segja frá Dubai enda gerðum við ekki neitt þar. Við fórum næsta dag til Cairo og erum þar núna. Það styttist í heimkomu og munum við henda inn færslu frá Cairo síðar.

Kveðjur frá Cairo,
Westlife

06.05.2007 15:10

Hong Kong og Indland

Hong Kong


Vid mættum þann 22 april til Hong Kong. Ég neita því ekki að við settum spurningamerki við það að vera í borginni í 6 daga þar sem Singapore var frekar leiðinleg en þar vorum við aðeins í 2 daga.

Við gistum í hverfi sem kallast Koowlon. Það er rétt fyrir utan Hong Kong eyjuna sem er aðalhluti Hong Kong. Þar eru allir skýjaklúfrarnir m.a. 5 hæsta bygging í heimi. 

Þar sem við höfðum nægan tíma tókum við því rólega, vöknuðum seint, sátum mikið á kaffihúsum og röltum um borgina.

Það helsta við sem skoðuðum var Soho; hverfi sem var ekkert merkilegt nema að þar var rúllustigi þar sem var nánast endalaus, hann var skemmtilegri en hverfið. Einnig fórum við á the Peak sem er hæð/fjall á Hong Kong eyju. Þar var ótrúlegt útsýni, þar gat maður séð yfir alla borgina. Um kvöldið sáum við síðan skýjaborgina að kvöldi til en þá var einskonar ljósashow í gangi sem var hið fínasta. 


TIl að vera menningarlegir(voru búnir að borða aðeins of mikið af McDonalds)skelltum við okkur í hádegismat að hætti Kínverja sem kallast Dim Sum. Maturinn leit ekki vel út en bragðaðist ansi vel. Maturinn samanstóð af 8 réttum og grænu te.


Meistaradeildin í fótbolta kryddaði uppá dvöl okkar í Hong Kong. Eins og sannir stuðningsmenn fórum við að nóttu til á írskan pub að horfa á Liverpool vs. Chelsea og Man Utd vs. Milan. 


Ein klisjan um asíubúa er að þeir elska karíókí. Þar sem margar hugmyndir fólks um önnur lönd eiga ekki við rök að styðjast þá ákváðum við að komast að hinu sanna.... og getið hvað jú við fundum nokkra vonlausa kínverska gaura blindfulla á karíókíbar á þriðjudagskvölid kl 22.30. Þeir undirskrikiðu sitt eigið vonleysi með því að rífa af okkur míkrafóninn og gefa okkur high five í tíma og ótíma. Frammistaða kvöldsins var án efa "As long as you love me" með Backstreet Boys sem Einar og Davíð rústuðu.



Indland


Ég viðurkenni fúslega að við fjórmenningarnir vissum ekki alveg við hverju við áttum að búast við komuna til Indlands. Við höfðum nú þegar ferðast til margra landa en aldrei fengið "menningarsjokk" þar sem allir heimurinn virtist fram af þessu ekki svo ólíkur.

Indland var öðruvísi.


Þetta byrjaði ekki vel hjá okkur. Við lentum um 3 að nótti til, og að sjálfsögðu vorum við ekki með neina addressu á hótelinu okkar enda væri það fáranlegt. Nokkrum klst og 1250 rúblum seinna vorum við komnir á hótelið okkar í Delhi.

Morgnuninn eftir vorum við með bílstjóra sem sýndi okkur helstu staðina í borginni. Sáum ýmsar hallir og rákumst m.a. á slöngutemjara og Kama Sutra snilling. En eitt var augljóst, það er mikið af fátæku fólki í Indlandi.


Frammundan var 3 daga ferðalag um Indland. Planið var hinn "Gullni þríhyrningur": Delhi-Jaipur(kölluð bleika borgin)-Agra(Taj Mahal).

Fyrsti dagur "road tripsins" var góður fyrir utan 45 stiga hitann. Maður sá margt á leiðinn m.a. fíla, úlfalda, kýr o.fl. Það tók sinn tíma að keyra þetta en væri hægt að skrifa margar bækur um hvernig Indverjar keyra. Það var bara einu sinni klest á okkur sem mér þykir vera kraftaverk. Mikið var um villt dýr á leiðinni, hin heilaga kú labbaði villt um götur borganna beint fyrir bílana en það skiptir ekki máli því beljan á réttinn, einnig var allt krögt af kameldýrum, apar sáust og villisvínin voru svöng að venju. 

Við skoðuðum virki, hallir og bleiku borgina Jaipur þar sem öll húsin í gamla hlutanum eru bleik. Einnig kíktum við til tesala og klæðskera.


Nú lá leiðin til Agra, borg sem þekktust er fyrir höllina/grafhýsið Taj Mahal. Sumir staðir eiga það til að valda manni vonbrigðum meðan aðrir koma á óvart. Taj Mahal kom ekki á óvart þar sem maður bjóst við mjög miklu en olli alls ekki vonbrigðum. Taj Mahal er ótrúleg smíði og var mjög gaman að sjá sólina setjast á þessum fallega stað. Fólk átti það til að biðja okkur og þá sérstaklega Einar um að vera með á myndum. Við vorum ekki að átta okkur á þessu fyrst en síðar kom það í ljós að Einar líkist ekki einum heldur tveimur Bollywood kvikmyndastjörnum. Það var ævintýrabragur yfir Taj Mahal mikið var um villta apa sem sátu með fólkinu og þegar sólin sast við höllina fannst manni eins og maður væri uppi á allt öðrum tíma en árið 2007.


Á leiðinni heim til Delhi stoppuðum við í búð sem framleiddi og seldi pernesk teppi og var ótrúlegt að sjá nákvæmnisvinnunna sem liggur þar á bakvið. Það sama á við um marmaraframleiðsluna.


Indlan er að okkar mati athyglisverður áfangastaður, landið er spennandi. Hér sér maður hluti sem sjaldan sjást í öðrum löndum en ýmsir eru gallarnir. Það er hræðilegt að horfa uppá fátæktina.



Kv. Heimsreisustrákarnir

27.04.2007 06:04

Tæland

Thailand var naesti stadurinn. Her tok Kongurinn sjalfur a moti okkur en skilti af honum voru utum allan flugvoll thar sem stod: Kongurinn lengi lifi. Og thetta voru ekki einu skiltinn. A leidinni ad gistihusi okkar i Bankok voru thessi risastoru auglysingar af Konginum og thokktu sumar myndirnar heilu hahysin. Vid vorum audvitad bunir ad heyra af gaurnum sem var stungid 10 ara fangelsi fyrir ad taka nidur plakat af honum, svo vid akvadum i sameiningu ad vera ekkert ad gera slikt hid sama tho ad okkur langadi gridarlega mikid i eina myndina af honum, enda thraelmyndarlegur midad vid aldur.

Bankok er allt odruvisi en flest allar storborgir sem vid hofdum hingad til farid i. Her er umferdateppa nanast allstadar, borgin mjog skitug og ganga loggur med grimu fyrir munninn vegna mengunnar, nuddstofur og matar bullur a 10 metra fresti (maltid 200 kall, klukkutima nudd 500 kall, ekki slaemt), lestir sem thjota fyrir ofan adallgoturnar og audvitad endalaust af thaelendingum. Vid gatum ekki annad en ordid astfangnir af borginni. Fyrstu dagarnar foru svo i ad skipuleggja komandi ferd um Thailand og ferdast um borgina. Kikt var medal annars a markad sem kalladur er "Pabbi allra markada". Tharna eru 1500 budir og kikja tharna vid 200.000 manns hverja helgi. Madur veit bokstafslega varla hvort thad er dagur eda nott thegar madur er a markadnum en vid gengum med ur til ad vera oruggir enda klarir menn her a ferd.

Eftir 3 daga i Bankok lá leið okkar niður til Sudur-Tælands og til eyja sem eru a austurstrondinni. Vid byrjudum a eyju sem heitir Koh Tao sem vid holdum ad þýði Eyja daudans þó við höfum enga hugmynd um það. Þarna eyddum vid næstu 3 dögum sem voru mjög góðir. Þarna unnum við i þvi ad nái meiri lit a húðina okkar eða "wörka tanið" eins og ungt folk tekur oft til orða, vid köfuðum og fórum alveg niður á 25 metra og sáum m.a. hákarl og risastoran tánfisk, vid leigðum okkur vespur og keyrðum um eyjuna, skelltum okkur öðru hverju i nudd, fórum a filsbak og tókum á med þvi ad fara i muh thai sem er fyrir þá sem ekki vita, Tælensk bardagaiþrótt. Hapunkturinn var þegar vid horfdum a stormyndina Shooter a einum veitingastaðnum sem var greinilega beint ur kvikmyndasalnum en Tælendingar hika ekki vid ad skella ólölegum myndum varpann til þess ad fá fólk ad borða hjá sér.
Næst beið okkar eyjan Koh Phangan. Þarna eru alltaf haldin hin frægu full moon party þar sem kringum 10.000 manns eru saman komin og því vissum við ad hér gætum vid skemmt okkur. Við vorum reyndar óheppnir ad missa af full-moon partyinu og svo hittum vid ekki heldur a half-moon og dark-moon partyin en við hittum akkurat a nytt ar i thailandi. Árið 2550 gekk i gard og var því ekki fagnað med flugeldum heldur breyttist oll eyjan i risastoran vatnsslag, og þvi skvettu allir a alla og þeir sem ekki voru blautir máttu búast við ad fá vatnsfotu a sig eða hreinlega hent ut i sjóinn. Dvolin a eyjunni var því med þeirri betri og vildum vid allir hafa verid lengur tharna. En ferðin hélt áfram og það yfir a vestur strondina.

Ein onnur eyjan bættist við og var þad Koh Pi Pi i thetta skiptið en hun er þekktust fyrir thad ad kvikmyndin The Beach var tekinn upp thar. Vid ákváðum að skella okkur a frægu ströndina. Lónið þar sem myndin var tekin upp á var mjög flott (þá meinum vid var), svæðið var mengað af túrisma en engu síður var gaman að sjá þetta. Vid ákváðum einnig að fara i klettastökk einn daginn og stukkum mest af 20 metra kletti niður i sjoinn, þratt fyrir ad gaurinn sem var med okkur sagi að vid gætum brotið einhver rifbein eda jafnvel nefið.

Eftir stökk og slökun fórum við aftur til Bankok. Vegna lágs verðlags misstum vid okkur svolitid kaupgleði og hlupum um eins og litlar stelpur um markaðina og keyptum og keyptum og keyptum og einhverjir letu sérsauma a sig jakkaföt. Útkoman var allavega sú að allir enduðu med ad kaupa ser aukatösku, annað kom ekki til greina.
 
Dvölin i Tælandi var a enda og vorum vid sammála um ad hingað ættum vid eftir ad koma aftur og med mun stærri tösku. Nú erum við staddir i Hong Kong og reynum vid ad rita um það örlítið seinna.
 
Verði sæl að sinni.
Heimsreisumennirnir
 

22.04.2007 13:56

Myndir og Myndbond

Erum staddir nuna i Hong Kong eftir frabaera dvol i Taelandi.
Bloggfaersla vaentanleg.

Vorum ad setja inn myndir fra Astraliu, Singapore og Taelandi og einnig myndbond fra Taelandi.

Fleiri myndir vaentanlegar sem og einnig fleiri myndbond.

Kv. David



09.04.2007 12:27

Singapore

Thad fyrsta sem vid saum thegar vid lentum a flugvellinum i Singapore, voru thau skilabod ad ef vid yrdum fundnir med olyfjan, tha bidi okkur daudinn. Sma skjalfti for um okkur en vid sluppum audveldlega i gegnum tollinn. Hefdum vid einhvern timan att ad ottast dauda i Singapore, tha hefdid dad frekar att vid thegar vid settumst upp i leigubilinn sem skutladi okkur nidur a Hostelid. Leigubilstjoranum la eitthvad a, skipadi okkur ad skilja eftir kerrurnar a bilaplaninu og brunadi a hradbrautina thar sem svokalladur hamarkshradi var 90 kilometrar a klukkustund (km/klst). Thegar hann var kominn upp 150 km hrada, minntist hann eitthvad a formulu 1 og hlo. Annad sem kom upp ur honum eftir dad var oskyljanlegt. Ad lokum komumst vid ad Hostelinu okkar og fengum vid ad sofa i sveittu 16 manna herbergi, hingad til hofdum vid mest sofid i 8 manna herbergi. Hostelid var annars agaett en thad sem for fyrir brjostid a okkur strakunum, var ad bannad var a vera ber ad ofan en gifurlegur raki var og rumlega 30 stiga hiti. Einnig var skritid ad vera i bol i sturtu.

Vid vissum kannski ekki mikid um Singapore nema thad vaeri illa sed ad vera med tyggjo, allt vaeri mjog snyrtilegt og her vaeri risastor dyragardur, einn sa besti i heiminum og einnig flugvollur, sa besti i heiminum . Thess vegna fannst okkur tilvalid ad eyda heilum degi i dyragardinum og a flugvellinum. Thetta var enginn sma dyragardur sem vid forum i, i kringum 3000 dyr og saum vid sebrahesta, fil, blettatigur og ljon, pardusdyr, isbjorn, apa og apa og annan apa og allskonar fleiri apa og fugla og skogarbjorn og giraffa og hunda, allskonar poddur og slongur, held bara flest oll dyr sem til eru i heiminum. Vid vorum tharna allan daginn og forum svo i naetur safari um gardinn thegar myrkrid tok oll vold. Eftir dyragardinn vorum vid sammala um ad vid vaerum bunir ad fa okkar skammt af dyragordum, allavega forum vid ekki i dyragard naestu 7-8 arin.

Naestu tveir dagar foru i ad skoda borgina og verdur ekki annad sagt en ad samgongur og hreinlaeti er med thvi betra sem madur hefur sed. Vid forum medal annars i 6 haeda verslunarhus thar sem einungis voru seld raftaeki en raftaekin i Singapore eru eins odyr og thau geta ordid.
Eitt fyndid atvik atti ser svo stad thegar vid vorum komnir heim a hostel aftur og vorum sitjandi i einum sofanum. Konan sem atti hostelid var a rolti og fann thessa gifurlega sterku tafylu a gongunum. Sa hun tha hvernig David var med lappirnar upp i loftid og sagdi hun honum hreint ut ad lyktin a loppunum hans (og okkar) vaeri ogedsleg og skipadi honum ad thrifa a ser faeturnar, annars gaeti hann fengid sykingu.

3 dagar i Singapore thotti okkur afar thaegilegur timi og hefdum vid varla vera degi lengur tharna tho agaett hafdi verid. Dani sem var a sama hosteli var buinn ad vera 10 daga i Singapore og sagdi ad thad vaeri allt of langur timi. Daninn var buinn ad horfa 3 kvikmyndir a dag sidustu 6 dagana.
Vid heldum thvi a leid fra Singapore. Vid eyddum audvitad degi a flugvellinum. Hann er svo sannarlega sa besti, tharna a vellinum er sundlaug, bio, likamsraekt og spa, sjonvorp utum allt og stolar, og fritt internet.

Nu erum vid maettir til Thailands og segjum fra thvi orlitid seinna.
Latum thetta naegja i bili,

10 afangastadir bunir, 5 eftir.
3 manudir bunir - 1 manudur eftir.

Paskakvedjur,
dadi

04.04.2007 14:57

Fraser Island (english at the bottom)

Godir halsar!
 
Nu erum vid strakarnir komnir til Singapore eftir langt og skemmtilegt ferdalag um Astraliu.
 
Thar sem sidasta fersla endadi vorum vid ad fara ad hoppa upp i rutu til Harvey Bay. Su ruta var i 13 klukkutima og var ekkert allt of skemmtileg. Vid komum til Harvey Bay ad morgni til og forum strax ad sofa. Vid svafum eins og englar og allur dagurinn for i afsloppun. Vid forum snemma ad sofa enda thurftum vid ad vakna klukkan 5:30 naesta morgun, enda ad fara i safari um Fraser Island. Fraser Island er eyja sem er med 120km langa strandlegju og vorum vid ad fara ad keyra um strondina endilanga. Vid vorum 22 einstaklingar sem skipt voru i 2 hopa (sinnhvorn jeppann). Af thessum 22 einstaklingum thekktum vid 6 fyrirfram en vid hofdum oll verid saman a siglingu um Whitsunday Islands. Thetta var allt saman fyrirmynda folk og nadum vid strax vel saman. I byrjun var buid ad vara okkur vid Dingo hundum sem eru utum um alla Fraser eyjuna en their hafa att thad til ad radast a folk, okkur var einnig stranglega bannad ad fara i sjoinn enda er hann banvaenn. I honum er fullt af eitrudum marglittum, sting rays, sterkir straumar og fullt af mannaetuhakorlum eins og thau ordudu thad, allt saman mjog skemmtilegt.
 
Thegar vid komum loks a eyjuna keyrdum vid ad vatni sem var mjog skemmtilegt. Thar bodudum vid okkur og attum godar stundir saman. Thetta vatn var nanast umkringt sandi og leid manni eins og madur vaeri staddur i eydimork. Thegar vid forum thadan var ferdinni heitid ad tjaldstaedinu. Thegar thangad var komid byrjadi tjaldvordurinn a thvi ad hraeda liftoruna ur folki med thvi ad haga ser eins og gedsjuklingur og tala um adrar haettur sem vid vissum ekki af. Thannig er mal med vexti ad i kringum tjaldstaedid okkar voru margar af eitrudustu slongum i heiminum, ofan a thad tha voru risastorar kongolaer allt i kringum okkur sem eru einnig baneitradar. Vid sluppum tho med skrekkin fra ollum thessum haettum thratt fyrir ad hafa sed eina eyturslongu. Um kvoldid var svo slegin upp allsherjarveisla thar sem hopur A og B sameinudu krafta sina og skemmtu ser fram a nottu.
 
Annan daginn keyrdum vid upp ad einhverjum kletti thar sem vid hofdum utsyni yfir strondina. Thegar madur stod tharna upp gat madur sed mota fyrir sting ray i sjonum og sagan segir ad a godum degi a madur ad geta sed hakarla. Thegar vid vorum bunir ad skoda thetta forum vid a eina stadinn thar sem madur gat verid i sjo. Thar svomludum vid i dagoda stund og lekum okkur i boltaleik. Ad thvi loknu forum vid ad skoda skipsflak sem var buid ad vera strandad fra thvi 1930. Thar smelltum vid af nokkrum myndum en heldum svo i einhvern laek thar sem vid eyddum restinni af deginum. Um kvoldid heldum vid aftur gridarstora veislu thar sem Dabbi for a kostum a grillinu. Eftir matinn spiludum vid gamla og frumsamda drykkjuleiki langt fram a kvold, sungum irska drykkjusongva og kynntumst enn betur folki fra hinum og thessum londum.
 
Daginn eftir var brottfor og vorum vid i rosa flottu vatni alveg thangad til ad vid forum. Thetta vatn og strondin vid thad var kosin ein af 10 bestu strondum i heiminum og er vel ad theim titli komin. Thegar vid komum aftur i "raunveruleikann" vorum vid daud threyttir og vid okkur blasti long ferd til Sydney. Vid satum og spjolludum vid nyja vini okkar fram ad brottfor. Rutan til Sydney var i 22 klukkutima og um 1500km long. Daginn eftir forum vid i Olympiu thorpid i Sydney og spiludum Tennis. Thad var hin agaetasta skemmtun og endudum vid hana a godum sundspretti.
 
Thegar vid litum til baka yfir Astraliu tha skemmtum vid okkur konunglega thar. Vid gerdum okkur fyrst grein fyrir hvad astralia er stor thegar vid komum thangad en til ad gera ser grein fyrir hvad hun er stor tha passar oll Evropa inn i hana. Vid kynntumst morgu godu folki og thad eina sem klikkadi var ad vid hofdum allt of stuttan tima. Eg vill enda thessa faerslu a skilabodum sem vid vorum bunir ad lofa og eru thau til felaga okkar fra Fraser Island.

Greetings travellers from the Fraser Island! I want to thank you for a great time at Fraser Island (and some at the Whitsundays) and I hope you have a pleasant time during the rest of your visit in Australia. We are currently in Singapore and compared to Australia there is not much to do. There is really only one thing to do and that is to go to the zoo. This will be all for now and who knows if we'll write more in english later on.
 
Fannar

26.03.2007 02:22

Astralia

Nuna sitjum vid strakarnir a netkaffi ad bida eftir rutu til Hervey bay, 4. afangastads okkar i Astraliu. Vid erum ad fara til Fraiser Island i utilegusafari.

Vid lentum fyrri hluta dags i Sydney og akvadum tvi ad nota timann vel enda attum vid flug ad kvoldi til, naesta dag til Cairns sem er borg ofarlega a austurstrond Astraliu. Naestu tvaer vikur ferdumst vid med rutu 3000 km fra Cairns til Sydney.
Vid vissum ekki ad daginn sem vid lentum var 75 ara afmaeli brunnar fraegu i Sydney og var borgin tvi idandi af mannlifi. Vid gerdum okkur litid fyrir og tokum thatt i hatidarholdunum med tvi ad labba yfir brunna eftir ad hafa gengid um borgina i nokkra klukkutima. Vid gengum yfir brunna med storglaesilega hatta sem voru med litla peru efst og verd eg ad segja ad tad var stormerkilegt ad sja brunna fulla af folki sem glodi(myndirnar tala sinu mali).
Einnig gengum vid um hofnina og kiktum a operuhusid fraega.
Naestu dagur var svipadur. Vid kiktum aftur a operuhusid enda var nidamyrkur tegar vid komum ad tvi daginn a undan. Einnig tokum vid ferju i Sydney sem for med okkur til Main. Tar forum vid a dyrasafn, to adallega saedyra. Tar saum vid ansi storar manta-ray, hakarla, skaldbokur, snaka, edlur ofl i teim dur.

Naest toku vid 3 naetur i Cairns sem er afangastadur flestra teirra sem aetla ad fara ad skoda stora koralrifid. Eg gaeti talad endalaust tala um hvad koralrifid er frabaert, staerst i heimi, eina lifveran sem sest fra geimnum og blabla en tid lesendur godir(sem munu aldrei sja hid frabaera koralrif, feis) verdid bara ad googla tad.
Allavega ta forum vid a hluta rifsins tar sem fair fara tannig ad rifid var ekki skemmt eftir turista eins og tad er sumsstadar.
Vid komum ad rifinu eftir klukkutima sjoferd og foru Fannar, Dadi og Einar ad kafa en eg(david) matti ekki fara af ymsum astaedum og let eg snorklid naegja. Strakarnir foru i 3 kafanir og sau otrulegan koral og eitrada fiska medal annars triggerfish og lionfish. Myndir af tvi vaentanlegar.
Einnig tokum vid vel a djamminu tarna og hittum vid svia/islending sem byr i svitjod (tessi helv islendingar eru allstadar) og var a ferdalagi med vinum sinum fra Svitjod. Vid tokum vel a tvi med teim felogum og taladi kaudi goda islensku tannig ad tad tyddi ekki ad baktala hann eins og e-r gaetu lent i.

Naesta stopp var djammbaerinn Arlie Beach sem er "stokkpallur" bakpokaferdalangans likt og Cairns. Vid gistum godar tvaer naetur tarna tratt fyrir ad turfa ad hlusta a kaefisvefn/hrotur hja bresku herbergisfelugum okkar. Skelltum okkur i ansi sveitt frodudiskotek og skelltum okkur i lonid i ollum fotunum en fordudum okkur tegar e-d saurugt folk byrjadi ad gera "naughty naughty".
Eftir 2. daga dvol skelltum vid okkur i 2 notta, 3 daga batsferd. I tessari frabaeru bats voru 30 einstaklingar komnir saman(flestir ungir og skemmtilegir hehe) a svaka seglbat. Vid sigldum um eyjaklassann Whitsunday Islands og var utsynid hreint otrulegt. Sama hvort tad voru eyjarnar sjalfar, solarlagid eda hinn otrulega stjornubjarti himinn ta var tessi ferd snilld. Vid snorkludum nokkrum sinnum en hapunkturinn var tegar vid forum a Whithaven Beach sem er fallegasta strond sem vid hofum sed(myndir i Airle Beach moppunni). Tarna var sandurinn skjannahvitur og sjorinn kristaltaer. Tarna var madur ad vada med sand sharks og sting ray og vorum vid nogu heimskir ad vera ad fiflast i teim.
Ad sjalfsogdu tokum vid "islendinginn" a thetta(eftir nokkra drykki). Sumir sofnudu i vitlausi rumi, sumir aeldu yfir thilfarid, sumir toludu um hvad Island vaeri LANG BEST i heimi og adrir toludu alltof hatt tegar allir adrir voru sofandi. Samt sem adur nadur vid ad vekja mikla lukku og var ahofnin anaegd med okkur.

Best ad na rutunni, komum fljotlega med adrar faerslu um aevintyri okkar a Fraser Island ef vid skilum okkur til baka.

Kv. Islendingarnir

26.03.2007 02:16

Myndir

Ja thu last rett! Thad eru komnar inn myndir og fullt af theim. Thetta er myndir fra Astraliu og Nyja Sjalandi....njotid

21.03.2007 10:36

Nyja Sjaland - Part 2

Afram holdum vid.
 
Thegar vid hofdum lokid vid dvol okkar i hinum merka bae Rotura logdum vid af stad til Napier. Su ferd einkenndist af fallegu landslagi, bokalestri og hver er madurinn. Nokkrum timum seinna vorum vid komnir. I Napier var mjog Islenskt sumarvedur, skyad og rigning inn a milli, hitinn i kringum 15 gradur. Vid fylltumst allir af leti og gerdum ekki neitt thann eftirmiddag, thad merkasta sem vid gerdum var myndasyrpa sem tekin var a Starbucks sem kemur a netid von bradar. Vid eldudum um kvoldid hid finasta spagetti bolones og bokudum Betty Crokker muffins i eftirrett. Vid heldum chillinu afram og sofnudum frekar snemma enda stor dagur framundan. Vid byrjudum daginn a ad horfa a stormyndina Paparazzi sem var hin finasta skemmtun, en otrulegt en satt var thad ekki adal vidburdurinn thann dag. Napier svaedid er thekkt fyrir ad vera med fullt af vinekrum og bjoda upp a okeypis vinsmokkun, eitthvad sem vid gatum ekki latid fara fram hja okkur. I tvo tima kembdum vid vinekrurnar og smokkudum um 30 raudvin sem urdu betri med hverjum sopa. Tharna komum vid fram fyrir hond raudvinsklubbsins Gullveigar sem hefur farid sigurfor um landid. Thegar vinnu okkar lauk keyrdum vid til Taupo.
 
Vid gistum i tvaer naetur i Taupo enda margt sem vid aetludum ad gera. Taupo er thekkt fyrir ad vera med hin ymsu skemmtileg stokk, tha er eg ad tala um teyju og fallhlifar. Thad var ekki haegt ad fara i fallhlifarstokk sokum thess hve skyad var, eitthvad sem vid redum ekki vid. Einar akvad ad skella ser i teyjustokk ofan i gljufur af 47m haum palli, hann var afar hugrakkur ad gera thetta og mun video kom inn a netid von bradar, hann faer einnig hros fyrir ad thad heirdist ekki mukk i honum allt stokkid. Vid letum thetta ekki naegja okkur og skelltum okkur i tennis og syndum thar snilldar takta sem hafa ekki sest sidan a sidasta Wimbelton moti, thad munu einnig fylgja myndir af thvi innan skams. Eftir oll aevintyrin okkar thurftum vid ad fara aftur til Auckland og gista eina nott adur en vid faerum til Astraliu.
 
Thegar vid komum til Auckland var St. Patricks Day og rosa veisla a ollum Irskum borum. Vid letum thetta audvitad ekki fram hja okkur fara og tokum thatt i thessari Irsku veislu. Vid drukkum heilagan Patrek eitthvad fram a nott og skemmtum okkur konunglega. Vid gatum ekki verid of lengi ad enda flug morguninn eftir. Daginn eftir voknudum vid hressari en nokkru sinni fyrr og vid tok agaetis flug. Thad sem var hvad skemmtilegast/leidinlegast vid flugid var thegar vid lentum i Sydney. Thad er nu thannig ad thegar madur kemur ur flugi tekur madur upp sima og hringir jafnvel eitt eda tvo simtol. Thad er eitthvad illa lidid i Sydney og fekk einn ferdalangur ad finna fyrir thvi. A medan hann stod i vegabrefsaritunar-rodinni (flott ord), talandi i simann, kom vordur upp ad honum og sagdi ad thad vaeri bannad ad tala i simann og benti a litid skilti til ad sanna sitt mal. Thad sem stod lika a thessu skilti var ad sektin vid ad tala i simann var 1000 dollarar (55.000 isk) og spurdi hann strax hvort hann vildi greida med korti enda sedlum. Greyid karlinn gat ekkert gert og neyddist til ad skrifa avisun a stadnum. Thetta kennir okkur ad leita ad ollum litlum skiltum thegar vid forum a flugvelli!
 
Thad verdur ekki meira ad sinni, verid thid sael.
 
Fannar

19.03.2007 06:56

Nyja Sjaland

Godir halsar naer og fjaer!
 
Nu er dvol okkar i Nyja Sjalandi lokid og leid hun vaegast satt hratt. A theim 10 dogum sem vid vorum i Nyja Sjalandi keyrdum vid ruma 2000 km, forum a margar vinekrur og gistum a 7 hostelum. En byrjum a byrjuninni.
 
Thegar vid lentum i Auckland leist okkur strax vel a borgina og orsakadist thad medal annars af thvi ad vera loks komnir i ensku maelandi land. Vid byrjudum a godu rolti um midbaeinn, kiktum i bokabudir thar sem blasti vid okkur bokaflod af enskum bokum, eitthvad sem vid vorum bunir ad bida eftir lengi. Vid drifum okkur i bokarekkann sem starfsfolkid hafdi maelt med og ein af fyrstu bokunum sem vid saum var bokin Voices eftir Arnald Indridason. Okkur hlynadi i hjarta thegar vid saum thad og fylltumst Islendinga stolti thegar hann var titladur sem einn af fremstu hofundum Evropu. Vid gengum ut i saeluvimu en hun fljott truflud, a medan vid stodum og fylgdumst med einum faerasta gotulistamanni Aucklands kom upp ad okkur madur og baud okkur vinnu. Hann baud okkur vinnu sem leikarar i auglysingu, vid neitudum honum undir eins enda a leid i ferdalag um Nyja Sjaland.
 
Daginn eftir Arnalds Indridasonar aevintyrid forum vid i klettasigsferdalag. Vid vorum keyrdir i 40 minutur fra Auckland thar sem blasti vid okkur ospilltur frumskogur sem beid eftir komu okkar. Vid gengum upp i 150m haed thar sem sigid hofst. Vid sigum nidur mishaa fossa sem voru fra 10m og upp i 50m. Thess a milli stukkum vid nidur af klettum. Thetta var hin besta skemmtun og fullkomin byrjun a Nya Sjalandi.
 
Vid fengum bil a leigu daginn eftir og tha hofst ferdalagid. Vid keyrdum fyrst nordur a Nyja Sjaland a stad sem heitir Bay of Island og gistum eina nott. Vid forum i okkar fyrstu heitu laug af morgum enda er Nyja Sjaland med fullt af heitum hverum. Einnig skelltum vid okkur a vinekru og vorum afar anaegdir med vinid thar, ekki man eg hvad hun heitir enda hljoma thaer allar eins. Vid forum lika i sukkuladi verksmidju enda var buid ad lofa okkur okeypis synishorni. Thetta synishorn var ekki upp a marga fiska en synishorn engu ad sidur.
 
Naest var ferdinni heitid til Rotorua sem er thekkt fyrir ad vera mikill adrenalin baer. Fyrsta heila daginn okkar brunudum vid i gardinn sem er med allskonar adrenalin taeki. Thad fyrsta sem vid forum i er risastor rola, hun er 40m ha og thegar madur er kominn a toppinn tosar madur i spotta og madur hrapar nidur a 130km hrada. Thad var mikid fjor og reyndi a raddbondin. Naest forum vid i spittbat sem brunadi med okkur i nokkra hringi. Thessi batur a vist ad svipa til formuluaksturs en hann fer ur 0 - 100km hrada a thremur sekundum. Thridja taekid okkar var steiktasta taekid en thad var fallhlifastokkshermir. Thar lagum vid fyrir ofan risastora viftu sem theytti okkur upp i loftid. Tharna svifum vid i einhvern tima og a medan fauk allt munnvatn upp medfram kinnum. Loka taekid var kallad Zorb og var thad skemmtilegasta. Thar vorum vid inni i risastorri uppblasni kulu og rulludum nidur brekku  eins og hamstur a godum degi. Vid gatum ekki hamid hlaturinn a medan rullinu stod og komum skaelbrosandi ur kulunni. Thannig var thessi godi dagur.
 
Eg verd ad haetta nuna en framhald kemur a morgun eda hinn.
 
Fannar

13.03.2007 06:31

Myndir...

Strakarnir a Nyja Sjalandi hafa verid duglegir og sett inn faeinar myndir.

Thvi bendum vid mynda ahugafolki ad skoda thaer og einnig bendum vid a ad hverjum sem er er frjalst ad prenta thaer ut og jafnvel hengja myndirnar upp heima hja ser. Myndirnar sem um raedir eru i moppum fra Chile, Brazil, New Zealand og Fronsku Polinesiunni

Kvedja,
Heimsreisu mennirnir

10.03.2007 05:59

Timaflakk og Tahiti

Komid thid sael ollsomul! Litid hefur verid um blog hja okkur undanfarna viku og orsakadist thad medal annars af thvi ad minutuverdid a netkaffihusum a tahiti er dyrara en biominutan a islandi og akvadum vid thvi alfarid ad sleppa thvi. En afram med ferdasoguna.
 
Vid gerdum ekki mikid sidustu daga okkar a Paskaeyjum en their voru tho ansi vidburdarikir. Vid forum ad snorkla vid hofnina og hittum thar einn argentinubua. Thessi madur hafdi verid a vinna a skutu sem var a leid i kringum hnottinn en var rekinn thegar hann kom til paskaeyja og var thvi peningalaus og buinn ad vera fastur a thessari blessudu eyju i halfan manud. Honum hefur eflaust verid farid ad leidast enda vorum vid bunir ad gera allt sem er haegt ad gera a tveimur dogum. Thetta var mjog vidburdarikur atburdur. I sjonum saum vid einhverja fiska en hapunkturinn var ad sja risa skjaldbokur syndandi med manni. Vid skelltum okkur lika i bio a stormyndina Rapa Nui en hun var synd a "the giant screen" thad kemur mynd af honum von bradar. Daginn adur en vid forum vorum vid ad keyra a einni af fjolmorgu gotunum paskaeyju thegar loggan sagdi okkur ad keyra ut i kant og stoppa bilinn. Vid vissum ekki hvadan a okkur stod vedrid og tok hun Dabba a eintal fyrir utan bilinn. Hann var mikill okufantur i augunum a loggunni vegna thess ad hann tok u-beyju sem er vist mjog haettulegt i augum paskeyinga. Adur en vissum vorum vid komnir um bord i flug a leid til tahiti og var thad flug ekki i verri kantinum. Hver og einn med sjonvarp og 30 biomyndir ad eigin vali. Flugid var 4 og halfur timi en timamismunurinn 5 timar thannig ad vid lentum half tima adur en vid tokum af stad og erum thvi ordnir timaflakkarar og vorum vid allir himinlifandi yfir ad ferdin okkar lengdist um 5 tima.
 
Thegar vid komum til Tahiti forum vid strax yfir a eyju sem heiti Moorea og er rett fyrir utan Tahiti og dvoldum thar allan timann. Thessi eyja er full af kokoshnetum og nygiftum hjonum. Sjorinn i kringum eyjuna er jafnheitur og loftid eda i kringum 30 gradur. Sjorinn er einn sa taerast sem finnst og fullur af koral og flottum fiskum. Vid eyddum mestum tima okkar i ad snorkla og saum vid igulker, saebjugu og risa skotur. Hotelin tharna eru i dyrari kantinum, flest 5 stjornu og byggd ut a sjo. Vid gistum tho ekki a thannig heldur edal oloftkaeldu herbergi sem var mjog skemmtilegt. Vid stoppudum ekki lengi tharna og reyndum thvi ad nyta timann okkar vel en sidasti dagurinn for i bid. Vid eyddum honum a Tahiti og thar sem vid vorum ekki med gististad thar gatum vid ekki gert neitt. Eftir 17 tima hangs flugum vid til Nya Sjalands. Thad flug var einnig athyglisvert vardandi timaflakk. Thar sem vid flugum yfir timalinuna tha misstum vid heilan dag ur ferdinni thannig ad hamingjan um 5 tima groda vardi stutt. Vid flugum a fimmtudegi og lentum a fostudegi, humm hvernig er thad haegt? Ju thratt fyrir ad timamunurinn er ekki nema 1 timi er hann i raun 23 timar thannig ad nuna erum vid 11 timum a undan islandi en vorum 10 timum a eftir.
 
Nuna erum vid s.s. staddir i Nya Sjalandi og aetla eg ad bida med ad skrifa um thad sem vid erum bunir ad gera her. Myndir koma bratt og eg kved ad sinni.
 
Fannar

03.03.2007 19:29

Santiago og sveitalíf á páskaeyjum

Nú erum vid piltarnir maettir til páskaeyja eftir stutta dvol i santiago.
 
Vid kvoddum Rio med soknudi, en urdum víst ad halda áfram. Thad byrjadi ansi skemmtilega, 5 tima flug til Santiago frá Rio vard ad rumum 8 timum thvi flugvélin nadi ekki ad millilenda i Sao Paulo, og vard ad snúa vid og leggja aftur ad stad. Thví lentum vid um midnaetti í hofudborg Chile, Santiago. Vid vissum ekki vid hverju aetti ad búast thar en buid var ad segja okkur ad detta vaeri mengadasta borg sudur-ameríku og steikjandi hiti. Thegar vid vokndudum daginn eftir kom allt annad ad daginn, thaegilegur hiti, mjog evrópsk borg og stór og enginn veruleg mengun. Thó tókum vid eftir hvad folk atti vid med mikilli mengun seinna thegar vid stodum upp a einhverjum virkisvegg, ad varla sást i andes fjollin sem umkringja borgina. Var okkur thá hugsad til Íslands, thar sem madur sér eins langt og augad eygir, thar ad segja, ef thú ert med fullkomna sjón eda notir gleraugu vid rétt haefi. Chile er víst mikid pulsu land svo vid fengum okkur pulsu, en hápunkturinn var thó thegar vid fórum í einn elsta og staersta víngard Chile, Concha y Toro, sérstaklega thar sem 3 af okkur eru í virtum raudvínsklúbbi. Tharna hlupum vid um akrana og smokkudum a vínberum sem bidu eftir thvi ad verda ad raudvínum. Smakkad var á tveimur vínum, annars vegar 2 ára og hins vegar 10 ára gomlu víni. 10 ára vínid hafdi vinningin hjá okkur enda med fínni vínum Chile, 4 besta vín í heimi var okkur sagt og selst flaskan á um thad bil 50.000 kr. ísl eda 400.000 chileska pesó sem segir allt um hversu brengladur gjaldmidill er. Tharna kaupum vid mat á 10.000 og bjór a 1000. Vid komumst ad dví líka ad vid erum ad ferdast í flull stuttan tíma i samanburdi vid Thjódverja sem vid rákumst á á hosteli okkar, en hann var búinn ad vera a ferdalagi í lítil 20 ár, "There is nothing else to do" sagdi hann.

Dvolin okkar i Santiago var thó fullstutt, adeins tveir dagar en naest flugum vid til Páska eyja eda Rapa Nui, nafla heimsins ad sogn heimamanna. Flugi til Páska eyja var flýtt um einhveja tíma, svo í stad thess ad fá ad vakna 7 um morguninn, fengum vid ad vakna 4 um nóttina. Flugid gekk vel fyrir sig ádur en vid vissum vorum vid maettir. Ekki vissum vid mikid um eyjuna annad en ad hér aettu ad vera stórir steinkallar, um 400 talsins og ad hér aettum vid ad gista i 4 naetur. Thegar vid maettum ad flugvollin baudst okkur gisting i einbýlishúsi hjá fjolskyldu, 2 herbergja med snyrtingu og eldhúsi. Thegar vid vorum komnir i husid okkar, leid okkur eins og i sveit, stór og gódur hestur í bakgardinum, hundar utum allt sem og haenur og ungarnir theirra. Vid vorum thví ansi fljótir ad eignast okkar fyrsta vin, hundinn Ricky, en okkur fannst nafnid smellpassa vid hann en hann fylgir okkur hvert sem vid forum, og ef ekki er hann fyrir utan húsid hjá okkur. Vid leigdum okkur jeppa og fjorhjól og thví hofum vid keyrt nokkra hringi um eyjuna, skodad flest alla Moai-ana eda svona ca 278 og thess á milli eldad og sofid i litla fallega húsinu okkar. Hér hofum vid ekki thurft ad nota vekjaraklukku en thó alltaf vaknad snemma, galid i honunum og geltid i hundunum, sem eru orugglega fleiri en íbúar eyjunnar, sjá til thess.

Á kvoldin chillum vid svo med Moai og horfum á solina setjast, horfum svo a stjornurnar og tunglid sem lýs upp eyjuna. En svo drífum vid okkur heim ádur en hundarnir rádast á okkur.
 
Tahiti tekur svo vid naest er okkur sagt,
 
2 mándur búnir, 2 eftir.
 
Nog i bili,
 
dadi

26.02.2007 19:04

Rio de Janeiro

Agaetu landar naer og fjaer!

Nu er eg staddur i hinni fogru borg Rio de Janeiro. Her hofum vid verid busettir med 4. íslendingum sídastlidnar 10 naetur. Lífid hefur leikid vid okkur og hofum vid gert nanast allt sem haegt er ad gera i Rio. Vid hofum farid dag hvern a strondina sem er ein su besta her i Brasilíu. A strondinni eru idulega hátt i milljón manns og virdist folkid sem maurar thegar horft er ur fjarska. Vid erum búnir ad fullkomna listina ad body surfa i thessum risa oldum og hafa sumir fengid ad kenna a thvi sem urdu i vegi okkar.

Eitt af thvi fyrsta sem vid skodudum var Jesu styttan fraega. Hun var mjog flott en i samanburdi vid utsynid yfir Rio var hun naestum thví jafn flott og styttan af Ingólfi Arnarssyni sem allir Íslendingar eru stoltir af. Vid vorum allir sammála um ad thetta var flottasta útsýni sem vid hofdum nokkru sinni sed og er Rio ábyggilega fallegasta borg í heimi séd ofan frá. 

Stuttu seinna ákvádum vid ad fara í svifdrekaflug yfir Rio og vorum mjog spenntir fyrir. Thegar vid komum upp a fjallstoppinn blasti vid okkur 530m hátt fall og vaeri eg ad ljuga ef eg segdi ad vid hefdum ekki ordid pinu hraeddir. En thad var ad duga eda drepast og letum vid ad sjálfsogdu vada. Tharna var flottasta útsýni hingad til baett og vorum vid allir sammála um ad thetta vaeri hin mesta skemmtun.

Í gaer skelltum vid okkur i ferd um Favelu sem er fátaekrahverfi hér i Rio. Thetta er eitt af morgun hverfum og í thví búa 200.000 manns thrátt fyrir ad thad virki ekki staerra en grafarvogurinn. Thegar vid komum tha blasti vid okkur gaurar med skambyssur i buxnastrengnum  og sumir gengu um med vélbyssur. Hér er engin logga heldur halda glaepagengin logum og reglum. Thad var magnad ad sja thetta og kom okkur hvad mest a ovart var hvad allir voru gladir og hofdu gaman af lífinu.

Punkturinn yfir i-id var thegar vid skelltum okkur a fotboltaleik á thjódarleikvangi Brasilíu, Maracanã. Vid vissum óskop lítid hvar vid áttum ad sitja thannig vid tilltum okkur nidur a stad sem virtist vera rolegur og oruggur. Sídan rétt fyrir leikinn kom hlaupandi til okkar hópur af fótboltabullum sem plontudu sér beint fyrir ofan okkur og sungu og donsudu eins og trylltir stridsmenn fra svortustu afríku. Vid saum tha ekkert annad í stodunni en ad syngja og dansa med enda allir i grídarlegu studi. Ekki minnkadi stemningin thegar okkar menn skorudu og fóru inn í seinni hálfleikinn med eins marks forskot. Eitthvad minnkadi keppnisandinn hjá theim i seinni hálfleik og ádur en vid vissum af vorum vid komnir 2-1 undir. Thá var farid ad sjoda í bullunum og vid ákvádum ad yfirgefa svaedid rétt fyrir leikslok.

Thad má audvitad ekki gleima ad skrifa um kjotkvedjuhátidina sem var adal daemid hér i Rio. Vid fórum a risa skrúdgongu um 11 leitid og ádur en vid vissum af var klukkan farin ad ganga 5. Tíminn flaug heldur betur og var thetta án efa besta djammid hingad til. Vid kíktum líka á eitt torg thar sem einhver hljómsveit var ad spila og minnti thad óneitanlega mikid á íslenska útihátíd nema hvad thad voru miklu miklu fleiri.

Vid forum frá Rio sáttir med upplifun okkar og holdum spenntir af stad til Santiago, Chile.

Thangad til naest,

Fannar

Hér má sjá video af einhverjum sem fór i svifdrekaflug á sama stad og vid.
http://www.youtube.com/watch?v=AtuYkr8ZDfs

og hér má sjá okkur stokkva i helli í mexíkó
http://www.youtube.com/watch?v=BAEVsKmb-d8
Antal sidvisningar idag: 46
Antal unika besökare idag: 6
Antal sidvisningar igår: 24
Antal unika besökare igår: 1
Totalt antal sidvisningar: 29023
Antal unika besökare totalt: 3668
Uppdaterat antal: 7.5.2025 18:02:00